Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.
Starfsemi Kvikmyndaskóla Íslands heldur áfram þrátt fyrir gjaldþrot, segir á vef RÚV. Háskólaráðherra segir hagsmuni nemenda í forgangi. Rektor skólans, Hlín Jóhannesdóttir, vonast eftir að fá svör um næstu skref í dag.
Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri og fyrrum rektor Kvikmyndaskóla Íslands ræðir málefni Kvikmyndaskólans á Samstöðinni. Í viðtalinu gagnrýnir hann hvernig stjórnvöld hafa farið með málefni skólans og segir hann mikilvægan fyrir íslenska kvikmyndagerð.
Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota. Þetta kemur fram í tölvupósti rektors til starfsfólks og nemenda. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV funda stjórnendur skólans með ráðamönnum í dag. Allt kapp verður lagt á að halda starfseminni gangandi.
Sérstök hátíðarsýning fór fram í gær í Smárabíói á Íslenska draumnum eftir Róbert Douglas. Sýningin fór fram í tilefni 25 ára afmælis myndarinnar. Þá verður Astrópía eftir Gunnar Björn Guðmundsson sýnd í Sambíóunum þann 17. apríl næstkomandi. Kvikmyndafélag Íslands framleiddi báðar myndirnar.
Heimildamyndin Jörðin undir fótum okkar eftir Yrsu Roca Fannberg verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni CPH:DOX í Kaupmannahöfn síðar í mánuðinum. Stikla myndarinnar er komin út.
Að minnsta kosti þrjár íslenskar þáttaraðir verða kynntar á Series Mania sjónvarpshátíðinni sem fram fer dagana 21.-28. mars í Lille í Frakklandi. Þetta eru Danska konan eftir Benedikt Erlingsson, Stick 'em Up frá Vesturporti og Masquerade frá Glassriver.