Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.
FÆRSLUHÖFUNDUR:

Klapptré

Opnað fyrir innsendingar til Eddunnar 2025

Opnað hefur verið fyrir innsendingar kvikmyndaverka fyrir Edduna 2025. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd voru opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2024.

Clara Lemaire Anspach og Kári Úlfsson fá viðurkenningar á Les Arcs

Kári Úlfsson framleiðandi og Clara Lemaire Anspach leikstjóri hlutu viðurkenningar á samframleiðsluvettvangi kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi sem nú stendur yfir.

SNERTING Baltasars Kormáks valin á stuttlista til Óskarsverðlauna

Snerting eftir Baltasar Kormák er á stuttlista vegna komandi Óskarsverðlauna í flokki alþjóðlegrar kvikmyndar ársins. Þetta var tilkynnt í Los Angeles í dag.

Guðmundur Ingi Þorvaldsson í Netflix myndinni MARY með Anthony Hopkins

Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með hlutverk Marsellusar, herforingja Rómverja, í nýrri Netflix mynd um Maríu mey. Hann leikur þar meðal annars á móti Anthony Hopkins sem leikur sjálfan Heródes konung Júdeu. 

Kjarasamningar fyrir kvikmyndaiðnaðinn í burðarliðnum

Fyrsti formlegi fundur Félags tæknifólks/RSÍ við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd SÍK (Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda) fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær.

Heimildamyndin DRAUMAR, KONUR OG BRAUÐ verðlaunuð í Glasgow

Heimildamyndin Draumar, konur og brauð í leikstjórn Sigrúnar Völu Valgeirsdóttur og Svanlaugar Jóhannsdóttur, hlaut verðlaun fyrir „Outstanding Achievement“ á verðlaunahátíð European Film Union sem fram fór í Glasgow í Skotlandi 1. desember.

Latest Posts

spot_imgspot_img

EKKI MISSA AF