Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.
FÆRSLUHÖFUNDUR:

Klapptré

Sigurjón Sighvatsson um David Lynch: Hann var áhrifamesti kvikmyndaleikstjóri í heimi

Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, segir David Lynch hafa verið áhrifamesta kvikmyndaleikstjóra í heimi. Þeir unnu saman, meðal annars að sjónvarpsþáttunum vinsælu Twin Peaks sem og kvikmyndinni Wild at Heart sem hlaut Gullpálmann í Cannes og voru góðir vinir. Lynch lést 15 janúar, 78 ára að aldri.

Ágústa og Björg um VIGDÍSI: Hvernig hún tekst á við áskoranirnar gerir hana að þeim leiðtoga sem hún varð

Ágústa M. Ólafsdóttir og Björg Magnúsdóttir, handritshöfundar þáttaraðarinnar Vigdís, ræddu við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í hlaðvarpsþættinum Vigdís á bak við tjöldin sem RÚV gerir í tengslum við sýningar á þáttunum.

David Lynch minnst

David Lynch er látinn, tæplega 79 ára að aldri. Hann fæddist 20. janúar 1946 og lést í fyrradag, 15. janúar. Lynch er án efa einn allra merkasti kvikmyndahöfundur sem komið hefur fram í Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað. Hans er minnst víða um heim, þar á meðal hér á landi. 

Morgunblaðið um GUÐAVEIGAR: Ódýrt og heiðarlegt afþreyingarefni sem selur

Takturinn er góður í byrjun en brandararnir oft aðeins of einfaldir, segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um Guðaveigar Þorkels Harðarsonar og Arnar Marinós Arnarsonar.

Sjáðu myndirnar! Þorsteinn J. fjallar um SÉÐ & HEYRT í nýrri þáttaröð

Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur sent frá sér þáttaröðina Séð & heyrt: sagan öll sem fjallar um samnefnt slúðurtímarit hvers blómaskeið var á árunum 1996-2006. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2.

Óskarstilnefningum frestað vegna skógareldanna í Los Angeles

Bandaríska kvikmyndaakademían (AMPAS) hefur frestað kynningu á tilnefningum til Óskarsverðlaunanna vegna skógareldanna sem nú geysa á Los Angeles svæðinu. Ýmsar aðrar breytingar hafa verið gerðar, en dagsetning sjálfra Óskarsverðlaunanna hefur ekki breyst enn sem komið er.

Latest Posts

spot_imgspot_img

EKKI MISSA AF