Björn B. Björnsson fyrrum formaður FK flutti stutta tölu á 50 ára afmæli Félags kvikmyndagerðarmanna þann 9. nóvember 2016 sem birtist nú hér. Í ræðunni fer hann yfir hlutverk FK og víkur einnig að stöðu mála varðandi fjármögnun leikins sjónvarpsefnis.
Það er ekkert því til fyrirstöðu að koma á jafnrétti í íslenskum kvikmyndum, segir Björn B. Björnsson og bendir á að það sé í höndum kvikmyndabransans.
"Kvikmyndaframleiðendur bundu satt að segja vonir við að núverandi stjórnvöld sæju framtíðina, tækifærin sem felast í íslenskri kvikmyndaframleiðslu, mikla fjárhagslega möguleika greinarinnar og menningarlegt mikilvægi hennar í heimi sem stendur okkur opinn. En það sem af er þessu kjörtímabili hafa þær vonir reynst blekking ein - eins og staðreyndirnar sýna," segir Björn B. Björnsson.