Huppert kom í heimsókn í tilefni þess að kvikmyndin The Richest Woman in the World (La Femme la plus riche du monde) var opnunarmynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar. Huppert fer með aðalhlutverkið. Myndin er innblásin af hneykslismáli L’Oréal-arftakans og snyrtivörudrottningarinnar Marianne Farrère. Kvikmyndagerðarkonan Vera Sölvadóttir spjallaði við hana fyrir fullu húsi föstudagskvöldið 23. janúar. Huppert hefur sagt frá því í fjölmiðlum að hún muni mögulega leika í íslenskri kvikmynd á næstunni.
Að neðan má skoða myndir frá viðburðinum.
Andri Snær Magnason var á Sundance kvikmyndahátíðinni um svipað leyti. Hátíðin fer níu fram í síðasta sinn í Park City í Utah þar sem hún hefur verið frá upphafi. Á næsta ári flyst hún til Colorado. Á hátíðinni var frumsýnd heimildamyndin Time and Water eftir Sara Dosa, sem byggð er á bók Andra Snæs, Um tímann og vatnið. Myndin hefur fengið mjög góð viðbrögð á hátíðinni. Að neðan má skoða myndir frá frumsýningunni sem Andri Snær birtir á Facebook síðu sinni.













