spot_img

A MINECRAFT MOVIE var tekjuhæsta bíómyndin á Íslandi 2025

A Minecraft Movie var tekjuhæsta mynd ársins 2025 í íslenskum kvikmyndahúsum samkvæmt tekjulista FRÍSK. Ein íslensk kvikmynd er á listanum yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins, Eldarnir í leikstjórn Uglu Hauksdóttur, sem er í 10. sæti.

Heildartekjur drógust saman um 7,5% og aðsókn um 11%

Heildartekjur drógust saman á árinu miðað við fyrra ár. Samtals nam miðasala í íslenskum kvikmyndahúsum 2025 tæpum 1,48 milljarði króna. Þetta er um 7,5% samdráttur frá fyrra ári.

Aðsókn nam alls 814.877 gestum árið 2025 miðað við 904.809 gesti 2024. Þetta er um 11% samdráttur frá fyrra ári.

20 vinsælustu myndirnar 2025

Lista yfir tuttugu vinsælustu kvikmyndirnar á árinu 2025 má sjá hér að neðan. FRÍSK raðar myndum ávallt raðað eftir tekjum en ekki aðsókn. Þetta er gert til þess að hlutfall boðsmiða eða afsláttarmiða í umferð hafi ekki áhrif á uppröðun kvikmynda.

HEIMILD: FRÍSK.

  TITILL DREIFING TEKJUR AÐSÓKN
1 A Minecraft Movie  Samfilm  79.032.237 kr  47.135 
2.  Avatar: Fire and Ash*  Samfilm  49.838.514 kr  21.997 
3.  Lilo & Stitch (2025)  Samfilm  46.706.379 kr  29.817 
4.  Zootropolis 2*  Samfilm  44.605.625 kr  29.110 
5.  The Naked Gun  Samfilm  43.711.767 kr  24.555 
6.  Superman (2025)  Samfilm  40.658.358 kr  20.650 
7.  One Battle After Another  Samfilm  38.850.139 kr  19.176 
8.  Mission Impossible: The Final Reckoning  Samfilm  37.661.492 kr  18.846 
9.  Bridget Jones: Mad About the Boy  Myndform  35.533.028 kr  19.394 
10.  Eldarnir Max Dreifing  35.166.096 kr  15.142 
11.  The Conjuring: Last Rites  Samfilm  31.291.043 kr  15.134 
12.  Jurassic World: Rebirth  Myndform  29.970.778 kr  16.215 
13.  The Fantastic Four: First Steps  Samfilm  26.949.845 kr  13.842 
14.  Paddington í Perú (2025)  Max Dreifing  26.798.247 kr  17.303 
15.  F1 – The Movie  Samfilm  26.389.023 kr  13.425 
16.  Weapons  Samfilm  25.319.433 kr  12.561 
17.  How To Train Your Dragon (2025)  Myndform  24.752.030 kr  14.908 
18.  Wicked: For Good*  Myndform  24.640.056 kr  13.086 
19.  Nosferatu  Myndform  22.349.635 kr  11.248 
20.  Sonic The Hedgehog 3**  Samfilm  22.048.689 kr  13.841 
         
  HEILDARAÐSÓKN 2025      814.877 
  HEILDARTEKJUR 2025      1.479.269.802 kr. 
* Ennþá í sýningu þegar listinn er gerður upp. Heildartekjur og aðsókn liggur því ekki fyrir.
** Frumsýnd á árinu 2023. Heildartekjur Sonic the Hedgehog 3 voru 38.457.427 kr. og heildaraðsókn 24.094

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR