spot_img

Isabelle Huppert heiðursgestur Franskrar kvikmyndahátíðar

Stórstjarnan Isabelle Huppert verður heiðursgestur Franskrar kvikmyndahátíðar í Bíó Paradís. Hátíðin hefst 23. janúar. 

Opnunarmyndin er The Richest Woman in the World (La Femme la plus riche du monde) þar sem Huppert fer með aðalhlutverk. Myndin er innblásin af hneykslismáli L’Oréal-arftakans og snyrtivörudrottningarinnar Marianne Farrère.

Boðið verður upp á Kvöldstund með Isabelle Huppert föstudagskvöldið 23. janúar. Kvikmyndagerðarkonan Vera Sölvadóttir mun stýra kvöldstundinni sem fer fram á ensku og myndin verður sýnd með enskum texta.

Dagskrá hátíðarinnar er hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR