Opnunarmyndin er The Richest Woman in the World (La Femme la plus riche du monde) þar sem Huppert fer með aðalhlutverk. Myndin er innblásin af hneykslismáli L’Oréal-arftakans og snyrtivörudrottningarinnar Marianne Farrère.
Boðið verður upp á Kvöldstund með Isabelle Huppert föstudagskvöldið 23. janúar. Kvikmyndagerðarkonan Vera Sölvadóttir mun stýra kvöldstundinni sem fer fram á ensku og myndin verður sýnd með enskum texta.
Dagskrá hátíðarinnar er hér.













