Í þáttunum segir af íslenskri rannsóknarlögreglukonu, Hildi Rúnarsdóttur, sem hefur verið ósátt frá barnæsku vegna hvarfs tveggja yngri systra sinna á leið heim úr skóla. Nú, tuttugu árum síðar, snýr Hildur aftur til heimabæjar síns, Ísafjarðar. Þar flækist hún inn í flókna morðrannsókn og neyðist óvænt til að starfa með Jakobi, metnaðarfullum finnskum lögreglunema sem er staðráðinn í að sanna sig, og Flórían, velviljuðum þýskum nýliða sem hefur fyrir mistök verið skipaður í lögregluna á staðnum en er þó ákafur í að sýna að hann hafi eitthvað fram að færa.
Það sem í fyrstu virðist vera einangrað glæpamál þróast fljótt yfir í eitthvað mun dekkra, þegar þremenningarnir rekja slóð óhugnanlegra vísbendinga sem leiða þá sífellt nær huga slóttugs raðmorðingja. En með hverju skrefi dýpra inn í myrkur málsins dregst Hildur jafnframt nær duldum leyndardómum eigin fortíðar og að hinum sársaukafulla sannleika um systurnar sem hún missti í æsku og þau leyndarmál sem heimabær hennar hefur falið í áratugi.
Ebba Katrín Finnsdóttir, Lauri Tilkanen og Rick Okon fara með helstu hlutverk. Tinna Hrafnsdóttir leikstýrir en handrit skrifa Matti Laine og Margrét Örnólfsdottir. Þættirnir, sex talsins, eru framleiddir af Sagafilm og Take Two Studios í Finnlandi.













