Í myndinni er Bubba Morthens fylgt eftir í eitt ár til að fá „einstaka innsýn í líf hans, sköpun og tónlist,“ segja aðstandendur.
Myndin verður frumsýnd í Sambíóunum á höfuðborgarsvæðinu og öllum bíóum á landsbyggðinni 26. mars næstkomandi
Ásgeir Sigurðsson leikstýrir og framleiðir ásamt Antoni Karli Kristensen og Halldóri Ísak Ólafssyni fyrir Ljós Films. Júlíus Kemp er einnig framleiðandi fyrir Kisa.













