Þetta eru nítjándu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. O (Hringur) er einnig í forvali til Óskarsverðlaunanna 2026.
Myndin verður sýnd tvisvar í Kringlubíói næsta fimmtudag, 13. nóvember.
O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið. Rúnar Rúnarssonar er leikstjóri og framleiðandi er Heather Millard.













