spot_img

O (HRINGUR) fær nítjándu alþjóðlegu verðlaunin

Stuttmyndin O (Hringur) hlaut um helgina verðlaun sem kennd eru við rúmensku borgina Târgu Mureș, en verðlaunin voru veitt á 33. Alter-native kvikmyndahátíðinni.

Þetta eru nítjándu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. O (Hringur) er einnig í forvali til Óskarsverðlaunanna 2026.

Myndin verður sýnd tvisvar í Kringlubíói næsta fimmtudag, 13. nóvember.

O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið. Rúnar Rúnarssonar er leikstjóri og framleiðandi er Heather Millard.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR