Eldarnir fjallar um Önnu Arnardóttur, einn helsta eldfjallafræðing Íslands, sem stendur frammi fyrir tvennskonar hamförum: Eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar.
Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Pilou Asbæk fara með aðalhlutverkin. Með önnur helstu hlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Jói Jóhannsson, Sigurður Sigurjónsson, Jörundur Ragnarsson, Þór H. Tulinius og Arndís Hrönn Egilsdóttir.
Ugla Hauksdóttir leikstýrir og skrifar handrit ásamt Markus Englmair og Sigríði Hagalín Björnsdóttur en verkið er byggt á samnefndri skáldsögu hennar.
Grímar Jónsson er aðalframleiðandi fyrir hönd Netop Films.













