spot_img

[Plakat] ELDARNIR kemur í bíó 11. september

Eldarnir eftir Uglu Hauksdóttur verður frumsýnd 11. september í öllum helstu kvikmyndahúsum landsins. Hér er plakat myndarinnar.

Ugla er nýkomin frá London þar sem þættirnir Alien: Earth voru frumsýndir. Ugla leikstýrir tveim þáttum í seríunni sem hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur.

Eldarnir fjalla um Önnu Arnardóttur (Vigdís Hrefna), einn helsta eldfjallafræðing landsins sem stendur frammi fyrir tvennum hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar.

Kvikmyndin er byggð á metsölubók Sigríðar Hagalín.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR