Þau voru verðlaunuð á Stockfish

Stockfish lauk um helgina og var mjög vel sótt. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum fyrir íslenskar stuttmyndir og að auki tvenn heiðursverðlaun.

Bókin eftir Flóka Larssen var valin besta heimildamyndin. Í takt eftir Hönnu Huldu Hafþórsdóttur var valin besta leikna stuttmyndin. Hanna var einnig handhafi Evu Maríu Daníels verðlaunanna sem eru veitt í minningu framleiðandans Evu Maríu Daníelsdóttur. Godspeed eftir Klāvs Liepiņš hlaut verðlaun í flokki tilraunakenndra mynda og tónlistarmyndbandið Myndi falla með Úlfur Úlfur í leikstjórn Magnúsar Leifssonar hlaut verðlaun í flokki tónlistarmyndbanda.

Að auki hlutu tvær myndir sérstaka viðurkenningu, annarsvegar heimildamyndin Ég er bara Elma eftir Elmu Dís Davíðsdóttur og leikna myndin Merki í leikstjórn Rúnars Inga Einarssonar.

Heiðursverðlaunahafar hátíðarinnar voru kanadíska/ítalska leikstýran Floria Sigismondi og Dóra Einarsdóttir búningahönnuður. Báðar voru heiðraðar fyrir ómetanlegt framlag sitt til kvikmyndagerðar.

Myndirnar hér að neðan tók Ema Flajzarová.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR