Bókin eftir Flóka Larssen var valin besta heimildamyndin. Í takt eftir Hönnu Huldu Hafþórsdóttur var valin besta leikna stuttmyndin. Hanna var einnig handhafi Evu Maríu Daníels verðlaunanna sem eru veitt í minningu framleiðandans Evu Maríu Daníelsdóttur. Godspeed eftir Klāvs Liepiņš hlaut verðlaun í flokki tilraunakenndra mynda og tónlistarmyndbandið Myndi falla með Úlfur Úlfur í leikstjórn Magnúsar Leifssonar hlaut verðlaun í flokki tónlistarmyndbanda.
Að auki hlutu tvær myndir sérstaka viðurkenningu, annarsvegar heimildamyndin Ég er bara Elma eftir Elmu Dís Davíðsdóttur og leikna myndin Merki í leikstjórn Rúnars Inga Einarssonar.
Heiðursverðlaunahafar hátíðarinnar voru kanadíska/ítalska leikstýran Floria Sigismondi og Dóra Einarsdóttir búningahönnuður. Báðar voru heiðraðar fyrir ómetanlegt framlag sitt til kvikmyndagerðar.
Myndirnar hér að neðan tók Ema Flajzarová.