Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða tilkynntar fimmtudaginn 23. janúar klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Upphaflega stóð til að tilkynna tilnefningar þann 17. janúar.
Óskarsverðlaunahátíðin fer að óbreyttu fram sunnudaginn 2. mars í Los Angeles, en vangaveltur eru uppi um hvort henni verði frestað.
Þannig hefur Akademían aflýst árlegum hádegisverði fyrir tilnefnda, sem til stóð að færi fram mánudaginn 10. febrúar. Auk þess verður vísinda- og tækniverðlaunum Óskarsins, sem átti að veita þriðjudaginn 18. febrúar, frestað um ótiltekinn tíma.
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Snerting, er á stuttlista Óskarsverðlaunanna í flokknum alþjóðleg kvikmynd ársins.