Hátíðin er unnin í samstarfi við Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Francaise de Reykjavík.
Dagskrána má skoða hér.
Þrjár myndir Claude Sautet þann 19. janúar
Vert er að minnast á sýningar á þremur kvikmynda hins kunna franska leikstjóra Claude Sautet, sem eru í samvinnu við Bíótek Kvikmyndasafns Íslands þann 19. janúar. Þær eru:
Max et les ferrailleurs (1971)
Dramatísk spennumynd sem skartar kvikmyndastjörnunum Michel Piccoli og Romy Schneider í aðalhlutverkum. Sagan hverfist um áhugalausan og svekktan einkaspæjara sem gengur ekkert að handsama glæpamenn. Til að endurheimta æru sína ákveður hann að taka málin í sínar hendur og platar hóp smáglæpamanna til að fremja bankarán í þeim tilgangi að handsama þá.
Les choses de la vie (1970)
Myndin keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni Cannes árið 1970 og er byggð á skáldsögunni Intersection eftir Paul Guimard frá 1967. Sagan segir frá Pierre, leiknum af Michel Piccoli, 45 ára gömlum arkitekt sem lendir í alvarlegu bílslysi. Þegar hann liggur slasaður rifjar hann upp líf sitt, sérstaklega sambönd sín við tvær konur: látna eiginkonu sína Catherine (Lea Massari) og ástkonu sína Helene (Romy Schneider).
César et Rosalie (1972)
Myndin segir frá ástarsambandi þriggja einstaklinga. César, sem er kaupmaður, Rosalie, sem er fráskilin og David, sem er fyrrum ástmaður Rosalie. Myndin fjallar um flókin sambönd og tilfinningalegar áskoranir sem þau standa öll frammi fyrir.Leikarar í myndinni eru stórstjörnur hvíta tjaldsins í Frakklandi, Yves Montand, Romy Schneider, og Sami Frey. Myndin er talin eitt af bestu verkum Claude Sautet.