SNERTING var tekjuhæsta bíómyndin á Íslandi 2024

Snerting eftir Baltasar Kormák er tekjuhæsta mynd ársins 2024 í íslenskum kvikmyndahúsum samkvæmt tekjulista FRÍSK. Tvær aðrar íslenskar kvikmyndir eru á listanum yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins, annarsvegar Ljósvíkingar í leikstjórn Snævars Sölva Sölvasonar og hinsvegar Fullt hús í leikstjórn Sigurjóns Kjartanssonar.

Heildartekjur drógust saman um 6% og aðsókn um 10%

Heildartekjur drógust saman á árinu miðað við fyrra ár. Samtals nam miðasala í íslenskum kvikmyndahúsum 2024 tæpum 1,6 milljarði króna. Þetta er tæplega 6% samdráttur.

Aðsókn nam alls 904.809 gestum miðað við 1.003.602 gesti 2023. Þetta er tæplega 10% samdráttur.

20 vinsælustu myndirnar 2024

Lista yfir tuttugu vinsælustu kvikmyndirnar á árinu 2024 má sjá hér að neðan. FRÍSK raðar myndum ávallt raðað eftir tekjum en ekki aðsókn. Þetta er gert til þess að hlutfall boðsmiða eða afsláttarmiða í umferð hafi ekki áhrif á uppröðun kvikmynda.

HEIMILD: FRÍSK.

TITILL DREIFING TEKJUR AÐSÓKN
1 Snerting Max Dreifing 100.615.485 kr 44.881
2 Deadpool & Wolverine Samfilm 97.073.926 kr 50.062
3 Inside Out 2 Samfilm 85.874.514 kr 55.314
4 Dune: Part Two Samfilm 75.319.073 kr 38.782
5 Despicable Me 4 – Aulinn Ég 4 Myndform 73.251.238 kr 49.325
6 It Ends With Us / Þessu lýkur hér Max Dreifing 53.144.378 kr 29.330
7 Kung Fu Panda 4 Myndform 52.725.148 kr 34.747
8 *Vaiana 2 (Moana 2) Samfilm 41.675.507 kr 27.374
9 Anyone but you Max Dreifing 40.408.195 kr 22.751
10 Ljósvíkingar Max Dreifing 38.589.893 kr 17.260
11 Fullt Hús Myndform 35.980.795 kr 17.028
12 *Gladiator 2 Samfilm 34.445.306 kr 17.578
13 *Wicked Myndform 31.711.252 kr 18.882
14 Smile 2 Samfilm 26.336.344 kr 13.446
15 Beetlejuice Beetlejuice Samfilm 26.041.167 kr 13.837
16 Bob Marley: One Love Samfilm 22.962.069 kr 12.956
17 Alien: Romulus Samfilm 21.145.456 kr 10.769
18 **Endur! / Migration Myndform 20.952.450 kr 14.083
19 Bad Boys: Ride or Die (2024) Max Dreifing 20.716.113 kr 11.011
20 Venom: The Last Dance (2024) Max Dreifing 19.835.886 kr 10.349
SAMTALS 509.765
HEILDARAÐSÓKN 2024 904.809
HEILDARTEKJUR 2024 1.597.042.123 kr.

* Ennþá í sýningu þegar listinn er gerður upp. Heildartekjur og aðsókn liggur því ekki fyrir.
** Frumsýnd á árinu 2023. Heildartekjur Endur! / Migration voru 27.653.527 kr. og heildaraðsókn 19.084

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR