Guðaveigar sáu 2,113 gestir frumsýningarhelgina (fös-sun) en alls 3,307 með forsýningu og fimmtudagsopnun.
Opnunarhelgin er á pari við Fullt hús, aðra mynd sem Markelsbræður framleiddu og var frumsýnd fyrr á árinu. Rúmlega 17 þúsund miðar seldust á Fullt hús. Með fyrirvara um að ekki þarf að vera beint samhengi milli opnunarhelgar og endanlegrar aðsóknar, má telja að Guðaveigar endi í sambærilegri heildaraðsókn.
Aðsókn á íslenskar myndir 23.-29. desember 2024
VIKUR | MYND | AÐSÓKN (SÍÐAST) | ALLS (SÍÐAST) |
Ný | Guðaveigar | 2,113 (helgin) | 3,307 (með forsýningu og fimmtudagsopnun) |
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)