spot_img

Heimildamyndin um Purrk Pillnikk komin í sýningar

Heimildamyndin Purrkur Pillnikk: Sofandi, vakandi, lifandi, dauður eftir Kolbein Hring Bambus Einarsson og Tómas Sturluson er komin í sýningar í Bíó Paradís. Myndin var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor.

Myndinni er svo lýst:

Purrkur Pillnikk kom eins og vígahnöttur inn í íslenskan tónlistarheim í upphafi níunda áratugarins. Á átján mánaða ferli lék Purrkur Pillnikk ríflega sextíu lög á tæplega sextíu tónleikum og gaf nær allt út. Eitt lá eftir, fimm laga syrpa sem bar heitið Orð fyrir dauða, og fékk aðeins að hljóma einu sinni — á síðustu tónleikunum.

Um það leyti sem sveitin varð fertug kom hún saman til að hljóð- og myndrita verkið eins og sjá má í heimildamyndinni Purrkur Pillnikk: sofandi vakandi lifandi dauður, þar sem þessar upptökur fá að hljóma í bland við eldri upptökur og viðtöl.

Hér að neðan má skoða Klapptrésklippu frá síðustu Skjaldborgarhátíð þar sem meðal annars er fjallað um þessa mynd.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR