Nordic Film and TV News greinir frá:
Koljonen komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir viðvarandi markaðsáskoranir séu Norðurlöndin áfram í sterkri stöðu miðað við umheiminn. Vegna tafa í verkefnum eru umsvif á árinu 2024 umtalsverð og gert er ráð fyrir að við getum farið inn í stöðugri og sjálfbærari markaðsfasa eftir um 18 mánuði.
Iðnaðurinn er að sækjast eftir meiri gæðaframleiðslu með lægri fjárveitingum. Meðalstórar þáttaraðir eru erfiðar í fjármögnun en hágæða flaggskipsverkefni og ódýrar þáttaraðir blómstra. Verkin ná til breiðari markhóps en nokkru sinni fyrr, þó að hægt hafi á vexti á rótgrónari mörkuðum eins og á Norðurlöndunum.
Samframleiðsla og skapandi samstarf þvert á landamæri verður sífellt vinsælla, sem bendir til umtalsverðra breytinga í greininni, jafnvel þó það endurspeglist ekki enn í tölunum. Nóg fjármagn er í boði gegnum skattaafslætti og endurgreiðslustuðningskerfi, þar sem keppst er við að laða að fjárfestingar. Þetta umhverfi gerir það kleift að búa til gæðaverkefni og getur leitt til þess að framleiðendur deili meiri réttindum.
Gervigreind (AI) er heitt umræðuefni. Framþróun er hröð. Gervigreind er ekki aðeins að efla frásagnarlist heldur er einnig á barmi þess að geta unnið myndefni sem hentar hvíta tjaldinu. Þetta vekur upp spurningar um þá færni sem þarf til að virkja þessa tækni, framtíð kvikmyndagerðar og hvernig koma eigi á jafnvægi milli óttans við hina nýju tækni og þeirra tækifæra sem hún skapar. Hvernig höldum við áfram að framleiða drama sem byggist á raunveruleikanum og mannlegri reynslu?
Koljonen endaði samantekt sína á atburðinum með því að benda á að tæknin ýti undir pólitíska sagnalist. Þannig er sagnalist að verða vígvöllur frelsis og lýðræðis. Fólk sjái von og tækifæri til að verða hluti af þessari hreyfingu: „Norðurlöndin eru í fararbroddi, berjast fyrir sögum sem þarf að segja – það eru gríðarleg forréttindi í heiminum í dag og eitthvað við ættum alltaf að hafa í huga.“