Beast, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd 19. ágúst næstkomandi. Stikla myndarinnar er komin út.
Idris Elba fer með aðalhlutverkið og leikur mann sem nýlega hefur misst konu sína. Hann ferðast um S-Afríku ásamt tveimur unglingsdætrum sínum en þegar blóðþyrst ljón byrja að elta þau uppi breytist ferðalagið í baráttu uppá líf og dauða.