Hjálmtýr Heiðdal ræðir um „Baskavígin“

Hjálmtýr Heiðdal (ljósmynd: Mbl./RAX).

Hjálmtýr Heiðdal, einn framleiðenda heimildamyndarinnar Baskavígin, er í viðtal við Morgunblaðið þar sem hann ræðir myndina og gerð hennar. Myndin er nú á San Sebastian hátíðinni og verður sýnd á RIFF.

Úr viðtalinu:

„Þetta redd­ast“-viðhorfið

„Mynd­in er stór­góð, ég er reynd­ar ekki bú­inn að sjá loka­út­gáf­una,“ seg­ir Hjálmtýr Heiðdal hjá kvik­mynda­gerðinni Seyl­unni sem fram­leiddi mynd­ina í sam­starfi við baskneska kvik­mynda­fyr­ir­tækið Old Port Films sem hóf und­ir­bún­ing að gerð heim­ild­ar­mynd­ar um þessa at­b­urði. „Þau komu með skömm­um fyr­ir­vara og voru að leita að meðfram­leiðanda og ég hafði áhuga á því. Þetta var keyrt áfram af mik­illi bjart­sýni, það var Íslend­inga­brag­ur á þessu, að þetta myndi redd­ast. Og það hef­ur allt redd­ast,“ seg­ir Hjálmtýr en hann sá m.a. um að afla fjár. Mynd­in er að stærst­um hluta tek­in hér á landi og því þurfti ein­hvern staðkunn­ug­an þannig að ég sló til,“ seg­ir hann um til­drög aðkomu sinn­ar að mynd­inni. „Þetta var gert á miklu skemmri tíma en maður hefði haldið að væri mögu­legt“ seg­ir Hjálmtýr en mynd­in var kvik­mynduð bæði á Spáni og Íslandi.

Ótrú­leg hjálp­semi úti á landi

Í mynd­inni eru mörg sviðsett atriði sem tek­in eru upp á sögu­stöðum á Vest­fjörðum auk atriða sem eru tek­in í öðrum lands­hlut­um. Hingað komu 25 Spán­verj­ar og þurfti Hjálmtýr að safna sam­an um 120 auka­leik­ur­um og þrem­ur ís­lensk­um aðalleik­ur­um ásamt tækniliði. Farið var á ell­efu staði á land­inu og tóku tök­urn­ar hálf­an mánuð. Hjálmtýr seg­ir að það hafi verið að mörgu að huga þegar allt að fjöru­tíu manna lið var á tökustað í einu. Sjá þurfti fyr­ir gist­ingu, bíla­leigu­bíl­um og mat.

Ármann Guðmundsson í hlutverki Ara í Ögri - Baskavígin.
Ármann Guðmunds­son í hlut­verki Ara í Ögri – Baska­víg­in.

„Það væri gam­an að það kæmi fram, þessi rosa­lega hjálp­semi fólks úti á landi. Við erum mjög þakk­lát, það var al­veg sama hvar við kom­um, það var hægt að redda öllu og alls staðar opn­ar dyr. Í Borg­ar­nesi voru kvik­myndaðar næt­ur­sen­ur og feng­um við end­ur­gjalds­laust aðstöðu í tveim­ur ein­býl­is­hús­um rétt hjá tökustaðnum. Bíl­skúr feng­um við á öðrum staðnum fyr­ir bún­ingaaðstöðu og sminkaðstöðu í eld­hús­inu. Og í næsta húsi höfðu hús­ráðend­ur opið í tvær næt­ur fyr­ir leik­ara og starfs­fólk. Það var skítak­uldi all­an tím­ann sem tök­urn­ar stóðu og var ég bú­inn að vara Spán­verj­anna við þannig að þeir voru ágæt­lega klædd­ir,“ seg­ir hann og hlær.

„Eins og með aðalleik­ar­ann, það þurfti að bleyta hann þegar hann var drep­inn við sjó og setja á hann blóð. Það var heil­mikið mál að passa að hann of­kæld­ist ekki,“ seg­ir Hjálmtýr.

Alltaf fjár­hags­leg áhætta

Viðamik­il mynd sem þessi kost­ar sitt og for­vitn­ast blaðamaður um kostnaðar­hliðina. „Hún ætti að kosta hundrað millj­ón­ir en af því að þeir pen­ing­ar voru ekki til þá kostaði hún um fimm­tíu. Til að draga úr áhætt­unni verður að fjár­magna mynd­ina að mestu áður en tök­ur hefjast. Maður tek­ur þó alltaf vissa áhættu, ég enda kannski með fimm hundruð krón­ur á tím­ann, ég veit það ekki enn. Mynd­in er aðallega fjár­mögnuð á Spáni en að hluta til hér. Þetta er átaka­saga og flott kvik­mynd og gæti því selst víða,“ seg­ir Hjálmtýr. „Ég fékk styrk frá Kvik­mynda­sjóði og sel Sjón­varp­inu mynd­ina,“ seg­ir hann en mynd­in upp­fyll­ir einnig skil­yrði um end­ur­greiðslu frá at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu. „Hilm­ar Örn Hilm­ars­son sem­ur tón­list­ina og ger­ir það lista­vel. Það er líka skil­yrði að það sé ís­lenskt list­rænt fram­lag í mynd­inni, ann­ars styrk­ir Kvik­mynda­sjóður ekki verk­efnið.“

Hjálmtýr seg­ir að alls staðar hafi verið sparað. „Maður gat ekki ráðið í hvert ein­asta skips­rúm, það voru ekki pen­ing­ar til í það. Auk þess að vera meðfram­leiðandi var ég líka það sem kall­ast „locati­on mana­ger“ og hafði um­sjón með hvað gerðist á hverj­um stað. Og kon­an mín, Anna Krist­ín Kristjáns­dótt­ir, valdi alla ís­lensku leik­ar­ana en hún er sjálf áhuga­leik­ari og þekk­ir því vel til á þeim vett­vangi. Hún sá einnig um vel­ferð leik­ar­anna og starfsliðsins, það varð alltaf að vera til nesti og heitt kaffi á tökustað, enda veður frem­ur óhag­stætt.“

Morð til að breiða yfir glæp

Sag­an sem sögð er í mynd­inni er ákaf­lega sorg­leg en 31 Baski var drep­inn með köldu blóði. Hjálmtýr seg­ir að hræðsla við út­lend­inga ásamt glæp­um Ara í Ögra hafi verið or­sök morðanna. „Það var ákveðinn ótti í fólki og menn vissu aldrei hvað var í vænd­um þegar segl sást við sjón­deild­ar­hring. Fólk flúði jafn­vel til fjalla þótt það væru bara vin­veitt­ir fiski­menn,“ seg­ir hann.

Bask­ar tóku að venja kom­ur sín­ar hingað til hval­veiða á þess­um tíma, sem var mjög ábata­söm at­vinnu­grein. „Í lok vertíðar­inn­ar fór­ust skip þeirra í óveðri og þá voru komn­ir á land 83 skip­brots­menn. Sum­ir þeirra lentu hjá góðu fólk sem hjálpaði þeim og það gekk vel. En meðal Bask­anna voru einnig nokkr­ir ribb­ald­ar sem stálu frá Íslend­ing­un­um og þá urðu illindi. Ari í Ögri veitti þeim leyfi til að veiða hvali, án leyf­is frá dönsk­um yf­ir­völd­um. Þetta voru því fölsuð leyf­is­bréf. Þegar Ari safn­ar síðan liði og drep­ur Bask­ana er hann í raun að breiða yfir eig­in glæpi. Jón lærði Guðmunds­son skrifaði um þessa at­b­urði og fékk bágt fyr­ir. Hann var send­ur í út­legð,“ út­skýr­ir Hjálmtýr, en leiðar­stef kvik­mynd­ar­inn­ar er sam­tíma­heim­ild Jóns lærða. „Þetta eru einu fjölda­morðin sem Íslend­ing­ar fremja, æst­ur múgur myrti Bask­ana með hroðal­eg­um hætti. Þeir voru ým­ist skotn­ir eða höggn­ir.“

Af­kom­end­ur sætt­ast í lok­in

Er þetta ekki svart­ur blett­ur á Íslands­sög­unni?

„Jú, þetta er það,“ seg­ir Hjálmtýr. „En í lok mynd­ar­inn­ar eru sætt­ir. Í fyrra voru 400 ár síðan þetta gerðist og það var sett­ur upp minn­ing­ar­steinn á Hólma­vík. Ill­ugi mennta­málaráðherra mætti ásamt Jónasi Guðmunds­syni, sýslu­manni Vest­fjarða, og ýms­um gest­um auk full­trúa frá Baskalandi. Þar er loka­sena mynd­ar­inn­ar kvik­mynduð, þegar einn af af­kom­end­um Bask­anna sem voru drepn­ir tek­ur í hönd af­kom­anda eins morðingj­ans,“ seg­ir hann.

Talið vík­ur að þeim fimm­tíu basknesku skip­brots­mönn­um sem voru ekki myrt­ir með lönd­um sín­um. „Það er ekk­ert vitað hvað varð um þá. Þeir voru klók­ir og réðust á enskt skip og stálu því til að sigla heim. En þeir virðast aldrei hafa skilað sér.“

Heiður að vera á San Sebastian

Hjálmtýr seg­ir vinn­una hafa verið ákaf­lega skemmti­lega og verk­efn­in fjöl­breytt sem vinna þurfti. „Ég hafði gam­an af því að vinna þessa teg­und af verki,“ seg­ir hann og á við að hafa leikið efni með í bland við viðtöl. „Leit­in að töku­stöðum spannaði allt landið. Í byrj­un voru Spán­verj­arn­ir spennt­ir fyr­ir hús­um sem eru í vík­inga­stíl. Ég byrjaði á að koma þeim af þeirri braut þar sem þess­ir at­b­urðir gerðust á allt öðrum tíma,“ seg­ir hann en vel tókst til að lok­um. Hjálmtýr seg­ir það mik­inn heiður að kom­ast með mynd­ina á stór­ar kvik­mynda­hátíðir eins og San Sebastian-hátíðina. „Það er áfangi og hún kepp­ir þar til verðlauna,“ seg­ir Hjálmtýr sem hlakk­ar til að fara á hátíðina ásamt konu sinni, Önnu Krist­ínu.

Sjá nánar hér: Æstur múgur myrti Baskana

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR