„Everest“ orðin stærsta mynd Baltasars á heimsvísu

Gengið á fjallið.
Gengið á fjallið.

Everest Baltasars Kormáks er þriðju helgina í röð á toppnum á íslenska aðsóknarlistanum. Myndin er jafnframt orðin sú tekjuhæsta af myndum Baltasars á heimsvísu.

Ísland

Alls sáu myndina 5,984 gestir um helgina en 16,274 í vikunni. Heildaraðsókn er komin í 46,834 manns. Miðað við þann góða skrið sem er á aðsókninni er ekki ólíklegt að hún muni fara mjög nálægt vinsælustu íslensku mynd Baltasars, Mýrinni (alls 84.428 gestir) þegar upp er staðið, jafnvel nokkuð yfir.

Bandaríkin

Myndin er í 7. sæti í Bandaríkjunum eftir þriðju sýningarhelgi. Tekjur um helgina námu rúmum 5,5 milljónum dollara á 3.009 tjöldum. Samanlagðar tekjur í Bandaríkjunum hingað til eru tæpar 33, 2 milljónir dollara. Sjá má umfjöllun Deadline hér.

Alþjóðlegur markaður

Samkvæmt Deadline hefur myndin nú tekið inn 104,1 milljónir dollara á alþjóðlegum vettvangi. Myndin er nú í gangi á 65 mörkuðum um allan heim.

Heildartekjur myndarinnar nema því nú 137,4 milljónum dollara eftir þrjár sýningarhelgar – sem er nokkuð yfir samanlögðum miðasöluheildartekjum síðustu Hollywoodmyndar Baltasars, 2 Guns (alls tæpir 132 milljónir dollara eftir 12 sýningarvikur.)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR