spot_img

Viðburðabíó mun bjarga kvikmyndunum

Sérstök sýning á BBC-þættinum Dr. Who var sýnd í kvikmyndahúsum víða á dögunum, þar á meðal í Bíó Paradís, við miklar vinsældir.
Sérstök sýning á BBC-þættinum Dr. Who var sýnd í kvikmyndahúsum víða á dögunum, þar á meðal í Bíó Paradís, við miklar vinsældir.

Viðburðabíó verður bjargvættur kvikmyndaiðnaðarins og þar er jafnvel fólgin framtíð kvikmyndahúsa, segja þeir Phillip Knatchbull framkvæmdastjóri listabíókeðjunnar Curzon í Bretlandi og Zygi Kamasa forstjóri dreifingaraðilans Lionsgate í Bretlandi.

Máli sínu til stuðnings benda þeir meðal annars á velgengni sjónvarpsþáttarins Dr. Who. Fyrsti þáttur í nýrri seríu var sýndur í kvikmyndahúsum í Bretlandi og víðar, þar á meðal hér á Íslandi í Bíó Paradís, við mikla aðsókn.

Knatchbull segir Curzon leggja sífellt meiri áherslu á að nota dreifingu í bíóhúsum sem kynningarvettvang fyrir VOD-markaðinn. Kamasa leggur þó áherslu á að ekki megi draga úr gildi VOD-markaðarins með því að nota hann sem ruslakistu fyrir myndir sem ekki eigi séns í kvikmyndahúsum. Báðir segjast sjá mikla aukningu á VOD-markaðinum þó hún hafi ekki enn bætt upp það mikla hrun sem orðið hefur í leigu og DVD sölu.

Knatchbull segir Curzon hafa tekið þann pól í hæðina að hið gamla viðskiptamódel sé liðið undir lok, kvikmyndaiðnaðurinn sé nú að kljást við sambærilegar breytingar og tónlistariðnaðurinn hafi gengið í gegnum á sínum tíma. Nýjir tímar séu að renna upp.

Þessir herramenn tjáðu sig á ráðstefnu Screen International sem fram fór í BFI Soutbank í London um helgina.

Sjá nánar hér: Event cinema will be ‘saviour’ | News | Screen.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR