[column col=“1/2″][message_box title=“BÍÓ PARADÍS | Vi är bäst!“ color=“blue“]
[usr 5]
Leikstjóri: Lukas Moodysson
Handrit:Lukas Moodysson
Aðalhlutverk: Mira Barkhammar, Mira Grosin, Liv LeMoyne, Anna Rydgren, David Dencik
Lengd 102 mín.
[/message_box][/column]Kvikmynd Lukas Moodysson Við erum bestar! gerist í Stokkhólmi árið 1982 og segir frá vinkonunum Bobo og Klöru sem eru þrettán ára og elska pönktónlist. Þegar þær fá leið á hávaðanum þungarokkshljómsveitinni sem æfir í félagsmiðstöðinni þeirra, stofna þær sína eigin hljómsveit til þess að sporna einræði þungarokkaranna og fá hlutdeild í æfingarhúsnæðinu sem unglingunum stendur til boða. Þær kynnast gítarleikaranum Hedvig og fá hana með sér í hljómsveitina og saman lenda stúlkurnar þrjár í ýmsum ævintýrum sem tengjast tónlistinni og nýrri veruleikasýn unglingsáranna.
Við erum bestar! markar afturhvarf til áður þekkra þematískra einkenna hjá Moodysson. Horfið er frá þungum og/eða súrrealískum viðfangsefnum kvikmynda á borð við Lilya-4-Ever, Ett hål i mitt hjärta og Container, og þess í stað er tekist á við vöxt og þroska á forsendum fortíðarþrár með ríkum tilvísunum í sænskt samfélag og menningu líkt og sjá má í fyrstu myndum Moodysson Fucking Åmål og Tillsammans. Tónlist fær sama miðlæga hlutverk í Við erum bestar! og þessum myndum og er hún markvisst notuð til þess að sprauta æskuþrunginni orku inn í atburðarrásina. Sænsk pönktónlist skipar þar sérstakan sess því ekki aðeins er hún leikin við hvert tækifæri þar sem stelpurnar hlusta mikið á hana – heldur er hún einnig rædd mjög mikið, bæði þeirra þriggja á milli og við strákana sem þær eltast við og eru skotnar í.
[quote align=“left“ color=“#999999″]“Við erum bestar! gefur öðrum myndum Lukas Moodysson ekkert eftir og er sérstaklega vel unnin. Aðburðarásin er dýnamísk og skemmtileg og hvert smáatriði á sínum stað.“[/quote] Þrátt fyrir glaðværan tón Við erum bestar! glittir í þá samfélagsrýni sem einkennir fyrri myndir Moodysson. Dregin er fram togstreita í fjölskyldum þar sem hefðbundnum kynhlutverkum hefur verið hafnað, óþægileg staða unglingsins gagnvart skilnaði foreldra sinna og sérstaka athygli vekja þær spurningar sem varpað er fram af takmörkuðu umburðarlyndi trúlausra í garð kristinna. Fordómar velviljaðra karla sem vilja kenna stúlkunum að vera pönkarar eru ítrekað gerðir að aðhlátursefni og sérstaklega skemmtilegt að sjá hve hugvitsamlega kímnigáfa er nýtt til þess að draga fram ákveðin viðhorf og sýna vandkvæði þeirra án þess að nokkurntímann glitti í þunga skandinavíska samfélagsgagnrýni sem gæti dregið úr flugi myndarinnar.Við erum bestar! gefur öðrum myndum Lukas Moodysson ekkert eftir og er sérstaklega vel unnin. Aðburðarásin er dýnamísk og skemmtileg og hvert smáatriði á sínum stað. Gildir einu hvort það er plakat á vegg í herbergi aðalsöguhetjunnar eða leikfimissalurinn þar sem stelpurnar halda sína fyrstu tónleika, allt er á sínum stað. Áhorfandinn er markvisst dreginn inn í glaðlegan og nostalgískan heim myndarinnar og haldið þar traustum tökum þangað til yfir lýkur.