Allan Hunter hjá Screen skrifar um Héraðið Gríms Hákonarsonar frá Toronto hátíðinni og segir hana baráttusögu í anda mynda Frank Capra, sem sé vel til þess fallin að koma í kjölfar annarrar baráttumyndar frá Íslandi, Kona fer í stríð.
Héraðið eftir Grím Hákonarson mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta Toronto hátíðarinnar sem hefst 5. september. Þetta er alþjóðleg frumsýning myndarinnar en sýningar á henni hefjast í Senubíóunum 14. ágúst.