Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur sent frá sér þáttaröðina Séð & heyrt: sagan öll sem fjallar um samnefnt slúðurtímarit hvers blómaskeið var á árunum 1996-2006. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2.
Nýherji stendur fyrir Canon sýningu og ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 14. nóvember næstkomandi. Þar munu íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn og ljósmyndarar segja frá verkefnum sem þeir hafa unnið, auk þess sem kynntur verður nýjasti búnaðurinn frá Canon.