Pallborð um stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar fór fram í Norræna húsinu laugardaginn 12. apríl. Skortur á fjárfestingu í greininni var að vonum efst á baugi, enda hamlar það margskonar framfaramálum. Upptöku frá pallborðinu má skoða hér.
Heimildamyndin Veðurskeytin í leikstjórn Bergs Bernburg er opnunarmynd kvikmynda- og bransahátíðarinnar Stockfish 2025. Þetta er Íslandsfrumsýning myndarinnar, en hún var heimsfrumsýnd á Rotterdam hátíðinni í upphafi árs.
Kvikmynda- og bransahátíðin Stockfish hefur opnað fyrir innsendingar í Sprettfisk, stuttmyndakeppni hátíðarinnar. Hátíðin verður haldin dagana 3.–13. apríl í Bíó Paradís. Ný framkvæmdarstjórn hefur tekið við hátíðinni.