Í nýlegri umfjöllun Reykjavik Grapevine er rætt við ýmsa sem þekkja til íslenskrar kvikmyndagerðar á einn eða annan hátt og rætt um stöðuna nú. Viðmælendur eru Leifur Dagfinnsson, Ásgrímur Sverrisson, Steve Gravestock, Elsa María Jakobsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir.
„Prýðilegt kynningarrit fyrir erlenda lesendur sem áhugasamir eru um íslenska kvikmyndagerð,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson bókarýnir Víðsjár um yfirlitsritið A History of Icelandic Film eftir Kanadamanninn Steve Gravestock.
Steve Gravestock, einn dagskrárstjóra Toronto hátíðarinnar, hefur gefið út bók um sögu íslenskra kvikmynda, A History of Icelandic Film. Gravestock þekkir vel til íslenskrar kvikmyndagerðar, en hann hefur haft umsjón með vali kvikmynda frá Norðurlöndum í yfir 20 ár.
Steve Gravestock dagskrárstjóri hjá Toronto hátíðinni fer yfir þær norrænu myndir sem taka þátt í hátíðinni nú í september. Hann telur úrvalið einstaklega gott að þessu sinni og segir að líklega muni þetta ár fara í annála fyrir gæði norrænna mynda. Þrjár íslenskar myndir, Undir trénu, Svanurinn og Vetrarbræður, verða sýndar á hátíðinni.