Sky Vision, dreifingararmur Sky, mun taka að sér sölu á þáttaröðinni Flateyjargátu á alþjóðavísu. Sagafilm og Reykjavík Films framleiða þættina fyrir RÚV og hinar norrænu sjónvarpsstöðvarnar. Björn B. Björnsson leikstýrir og Margrét Örnólfsdóttir skrifar handrit, sem byggt er á samnefndri skáldsögu Viktors Arnars Ingólfssonar.