Sex íslenskar stutt- og heimildamyndir hafa verið valdar á Nordisk Panorama hátíðina sem fram fer 21.-26. september í Malmö, Svíþjóð. Þetta eru heimildamyndin Out of Thin Air og stuttmyndirnar Frelsun, Fantasy on Sarabanda, Skuggsjá, Búi og Engir draugar.
Stuttmyndin Skuggsjá, útskriftarmynd Magnúsar Ingvars Bjarnasonar frá Kvikmyndaskóla Íslands, vann á dögunum til fyrstu verðlauna á tvemur íslenskum kvikmyndahátíðum, Gullmolanum, stuttmyndahátíð Kópavogs og á alþjóðlegu hryllingsmyndahátíðinni Frostbiter, sem haldin var í fyrsta sinn á Akranesi í nóvember.