Ragnheiður Birgisdóttir skrifar á Starafugl um Mannasiði, sjónvarpsmynd Maríu Reyndal. "Mannasiðir er saga um venjulegt fólk í íslenskum samtíma og því dregur myndin fólk að skjánum. Sú aðferð að sýna frá reynslu og tilfinningum bæði þolenda og gerenda er áhrifarík leið til að ná til áhorfenda," segir Ragnheiður meðal annars.