Handrit vísindatryllisins Protos eftir Martein Þórsson hefur verið valið til kynningar á B'EST (Baltic East by West Producers’ Workshop), vinnustofu á vegum EAVE samtakanna sem höndla með verkefnaþróun og samstarf milli evrópskra framleiðenda. Verkefnið hefur áður hlotið handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð.