Snerting eftir Baltasar Kormák er á stuttlista vegna komandi Óskarsverðlauna í flokki alþjóðlegrar kvikmyndar ársins. Þetta var tilkynnt í Los Angeles í dag.
Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, kvikmyndagagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.