Þórður Pálsson og Ólafur Jóhannesson de Fleur fá styrki til að þróa verkefni sín frá Nordic Genre Boost, sérstöku átaki Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Styrkupphæðin nemur þremur milljónum króna á verkefni.
Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.