Stuttmyndin Munda eftir Tinnu Hrafnsdóttur, var um helgina valin besta íslenska stuttmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave sem fór fram í 10. skipti dagana 27.-29. október.
Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave fagnar 10 ára afmæli sínu helgina 27.-29. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi. Á hátíðinni verða sýndar rúmar 70 alþjóðlegar og íslenskar stuttmyndir, íslensk tónlistarmyndbönd og blanda af íslenskum og erlendum myndbandsverkum. Edda Björgvinsdóttir leikkona og kollegi hennar Monica Lee Bellais frá Bandaríkjunum, verða heiðursgestir.