Norrænir sjónvarpsframleiðendur ættu að snúa sér að öðru en „Nordic noir“ sem er orðið útvatnað vörumerki, að mati framleiðenda sjónvarpsþátta á borð við Forbrydelsen og Skam. Mestu skipti að finna og segja sögur sem skipti áhorfendur heima fyrir máli. Fjallað er um þetta í Menningunni á RÚV.