Fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi, segir Magnús Jochum Pálsson á Vísi um þáttaröðina Reykjavík Fusion. "Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður."
Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn, skrifar Magnús Jochum Pálsson á Vísi um þáttaröðina og bætir því við að þar vegi þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda.
Fyndin, hjartnæm og óhefðbundin mynd um það hvernig fjölskylda jafnar sig á skilnaði og venst nýjum raunveruleika, segir Magnús Jochum Pálsson meðal annars í Vísi um kvikmynd Hlyns Pálmasonar Ástin sem eftir er.
"Vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið", segir Magnús Jochum Pálsson á Vísi um þáttaröðina Vigdísi.