Heimildamyndin Maðurinn sem elskar tónlist eftir Jóhann Sigmarsson verður frumsýnd í Bíó Paradís 8. janúar. Myndin fjallar um ævi og störf tónlistarmannsins Þóris Baldurssonar.
Að minnsta kosti fimm kvikmyndir í fullri lengd og tíu þáttaraðir eru væntanlegar á árinu 2026. Að auki hafa fjórar heimildamyndir boðað frumsýningar en þær verða þó mun fleiri.