Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitti í gær leikkonunum Isabelle Huppert frá Frakklandi og Vicky Krieps frá Luxemborg og ítalska leikstjóranum Luca Guadagnino heiðursverðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listfengi.
Ítalski leikstjórinn Luca Guadagnino mun leikstýra kvikmyndinni Burial Rites sem byggð er á samnefndri sögulegri skáldsögu Hannah Kent og fjallar um síðustu daga Agnesar Magnúsdóttur sem var síðasta manneskjan sem var tekin af lífi á Íslandi, 1830. Jennifer Lawrence mun leika Agnesi.