spot_img
HeimEfnisorðLogi Einarsson

Logi Einarsson

Kvikmyndaþing: Greinin við frostmark eftir þriðjungs niðurskurð á undanförnum árum, ráðherra fámáll um frekari aðgerðir

Kvikmyndaþing fór fram í gær í Bíó Paradís á vegum fagfélaganna. Staðan í greininni var rædd frá ýmsum hliðum að viðstöddum Loga Einarssyni menningarmálaráðherra. Hann steig á stokk í lokin og var vinsamlegur en sagði fátt bitastætt.

Áformað að Kvikmyndasafnið verði hluti af Landsbókasafninu

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur kynnt áform um sameiningu Hljóðbókasafns Íslands, Kvikmyndasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Verulegar breytingar á endurgreiðslukerfinu til skoðunar hjá stjórnvöldum

Innan stjórnkerfisins er bæði verið að skoða að setja þak á endurgreiðslur sem og að þrengja skilyrði um hvað teljist endurgreiðsluhæft, ef marka má umfjöllun Spegilsins á Rás 1, sem fjallaði um þessi mál í gær. Þá hættir 35% endurgreiðsla um næstu áramót að óbreyttu.

Kvikmyndaskólinn áfram starfræktur, leiða leitað varðandi næstu skref

Starfsemi Kvikmyndaskóla Íslands heldur áfram þrátt fyrir gjaldþrot, segir á vef RÚV. Háskólaráðherra segir hagsmuni nemenda í forgangi. Rektor skólans, Hlín Jóhannesdóttir, vonast eftir að fá svör um næstu skref í dag.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR