Á Karolina Fund er nú verið að safna fyrir endurvinnslu kvikmyndarinnar Sóley sem listakonan Róska gerði ásamt manni sínum Manrico Pavolettoni 1982. Negatívan er týnd en til er sýningareintak í slæmu ástandi á Kvikmyndasafni Íslands. Stefnt er að því að notast við það eintak við forvörslu og hreinsun á myndinni.