Úthlutað hefur verið úr launasjóði kvikmyndahöfunda. Alls var úthlutað 112 mánuðum til 17 einstaklinga. Mánaðarleg upphæð liggur fyrir þegar fjárlög hafa verið samþykkt. Á þessu ári eru þau 560.00 kr.
Á vef Rannís, sem heldur utan um listamannalaun er birt ný grein um breytingar á framkvæmd listamannalauna. Meðal annars hefur reglugerð verið uppfærð sem og áherslur stjórnar listamannalauna. Einnig hefur matskvarði umsókna verið uppfærður og unnin staðlaður svartexti umsókna.