HeimEfnisorðíslensk kvikmyndaklassík

íslensk kvikmyndaklassík

Íslenskir leikstjórar ræða myndir sínar í fyrirlestraröð á vegum Kvikmyndafræðideildar Háskóla Íslands

Kvikmyndafræðideild Háskóla Íslands mun halda fyrirlestrarröð í vetur undir heitinu „Íslensk kvikmyndaklassík“, þar sem mikilvægum brautryðjendum íslenskrar kvikmyndagerðar og athyglisverðum samtímaleikstjórum er boðið í heimsókn til að ræða um tilurð, framleiðslu og viðtökur tiltekinnar myndar eftir sig. Kvikmyndaskáldið Ágúst Guðmundsson ríður á vaðið fimmtudaginn 21. september kl. 12 í Veröld (húsi stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur), stofu 108 og mun hann ræða um kvikmynd sína Land og syni frá 1980. Fyrirlestrarnir verða haldnir einu sinni í mánuði og eru öllum opnir.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR