London Film School (LFS), sem stýrt er af Gísla Snæ Erlingssyni, greinir frá því að Greg Dyke, fyrrum útvarpsstjóri BBC og fyrrum stjórnarformaður Bresku kvikmyndastofnunarinnar (BFI), hafi verið ráðinn stjórnarformaður skólans. Hann tekur við í apríl af leikstjóranum Mike Leigh. Dyke er einn áhrifamesti maður í breskum myndmiðlaiðnaði um áratugaskeið.