Leifur B. Dagfinnsson framkvæmdastjóri True North varar við hugmyndum um skerðingar á endurgreiðslu sem hafa verið boðaðar og segir það verða á kostnað íslenskra hagsmuna og tækifæra.
Í Fjármálaáætlun 2026-2030, sem lögð var fram í dag, er nefnt að unnið verði að endurskoðun á lögum um endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar. Orðalag er almenns eðlis en ljóst að stefnt er að einhverskonar þaki á árlegar endurgreiðslur, sem ekki hefur áður verið.