Vassilis Economou skrifar á Cineuropa um Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar og segir hana þurra og dökka háðsádeilu um niðurbrot félagslegra og persónulegra samskipta.
Deborah Young skrifar í The Hollywood Reporter um Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar og segir hana innihalda svartan hvunndagshúmor sem vegi salt við alvarleikann.
Sarah Ward hjá Screen skrifar um Undir trénu Hafsteins Gunars Sigurðssonar frá Feneyjahátíðinni. Hún segir myndina meðal annars óvægna í skarpskyggni sini sem og skrautlega í gamanseminni. Þáttur Eddu Björgvinsdóttur er sérstaklega dregin fram.
Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar hefur verið valin til þátttöku í Orrizonti keppni Kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum sem er hluti af aðaldagskrá hennar. Feneyjahátíðin er stofnuð 1932 og því sú elsta sinnar tegundar, ein af hinum þremur stóru ásamt Cannes og Berlín. Hún verður haldin í 74. skiptið í ár dagana 30. ágúst til 9. september.