Allir þátttakendur í pallborðsumræðum sem RIFF hélt í gær undir yfirskriftinni Er íslensk kvikmynd góð fjárfesting? voru sammála um að svo væri ef rétt er að henni staðið. „Ástarævintýrið er hafið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fundarstjóri og átti við samband kvikmyndagerðarmanna og fjárfesta.
Á málþingi sem RIFF stendur fyrir með yfirskriftinni Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? sagðist Baltasar Kormákur oft hafa lent í miklum vandræðum með íslenska bankakerfið, meðal annars við gerð Ófærðar, þótt myndin hafi notið ýmissa styrkja.