Eiríkur Ragnarsson (Eikonomics) heldur áfram að skrifa í Kjarnann um fjárfestingu ríkisins í íslenskum kvikmyndaiðnaði og bendir á að þar sem framleiðsla á íslenskri menningu sé greidd úr sameiginlegum, takmörkuðum, sjóðum samfélagsins sé eðlilegt að velta fyrir sér hvort að því fé sé vel varið.
Eiríkur Ragnarsson (Eikonomics) fer yfir ýmsar hliðar endurgreiðslukerfisins í grein í Kjarnanum. "Þegar allt er skoðað saman er líklega alveg hægt að fara verr með almannafé," segir Eiríkur meðal annars, en bætir við að einnig þurfi að ganga úr skugga um að þetta fjármagn skili samfélaginu hæstu ávöxtun.