spot_img
HeimEfnisorðEddan 2025

Eddan 2025

Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson heiðursverðlaunahafar Eddunnar 2025

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitti þeim Tinnu Gunnlaugsdóttur og Agli Ólafssyni heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fyrir hið afar merka, fjölbreytta og mikilvæga framlag þeirra til íslenskrar kvikmyndalistar. Þau hlutu standandi lófaklapp þegar þau gengu upp á svið Hilton Nordica við afhendingu Edduverðlauna 2025.

LJÓSBROT valin kvikmynd ársins á Eddunni, SNERTING hlaut flest verðlaun

Edduverðlaunin 2025 voru afhent miðvikudagskvöldið 26. mars við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica. Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson var valin kvikmynd ársins og hlaut alls fimm Eddur, en Snerting Baltasars Kormáks hlaut flest verðlaun, alls tíu talsins.

Hér er umfjöllun um nokkrar kvikmyndir sem fengu tilnefningu til Edduverðlauna 2025

Á síðasta ári fjallaði Klapptré um nokkrar heimildamyndir og stuttmyndir sem nú hafa hlotið tilnefningu til Edduverðlauna. Klippurnar þar sem þessi verk koma fyrir má skoða hér.

Svona eru tilnefningar til Edduverðlauna 2025

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2025 hafa verið opinberaðar. Kvikmyndin Snerting er með flestar tilnefningar eða alls 13, en Ljósbrot hlýtur 12 tilnefningar. Edduverðlaunin verða afhent þann 26. mars í beinni útsendingu á RÚV.

Opnað fyrir innsendingar til Eddunnar 2025

Opnað hefur verið fyrir innsendingar kvikmyndaverka fyrir Edduna 2025. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd voru opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2024.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR