Á vef Dönsku kvikmyndastofnunarinnar er að finna grein þar sem farið er yfir ástæðurnar á bakvið velgengni Dana á sviði sjónvarpsþáttagerðar. Höfundurinn, Freja Dam, bendir á að róttæk stefnubreyting hjá DR (danska ríkisútvarpinu) sem hafi meðal annars falið í sér mikla áherslu á nána samvinnu við kvikmyndabransann, hafi lagt grunninn að núverandi gullöld danskra sjónvarpsþáttaraða.