CICAE, alþjóðleg samtök listabíóa, hafa sent frá sér skorinorða stuðningsyfirlýsingu við Bíó Paradís sem hefur tilheyrt þeim félagsskap um árabil. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að kvikmyndahús á borð við Bíó Paradís leggi fyrst og fremst áherslu á að þjóna samfélagi sínu en ekki að hámarka ágóða. Nú sé hætta á að bíóið verði fasteignabraski og græðgi að bráð. Jafnframt er minnt á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem veitt verða í Hörpu í desember næstkomandi og hversu mikilvægt sé að Bíó Paradís verði áfram heimili þeirra kvikmynda sem þar koma við sögu.