Björk Guðmundsdóttir hefur sent frá sér aðra Facebook færslu þar sem hún lýsir ýmsum atvikum í samskiptum sínum við Lars von Trier meðan á tökum á Dancer in the Dark stóð. Í færslunni segist hún telja að þessi atvik flokkist undir kynferðislegt áreiti.
Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona segir að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu kvikmyndaleikstjóra þegar hún lék í mynd hans. Þetta kemur fram á Facebook síðu hennar og þó leikstjórinn sé ekki nafngreindur má ljóst vera að hún á við Lars von Trier sem leikstýrði henni í Dancer in the Dark. Von Trier hafnar ásökunum Bjarkar, sem og Peter Aalbæk Jensen framleiðandi hans.